Snorrastofa efnir til málþings um nýjar þýðingar eddukvæða í tilefni af þýðingum Knuts Ødegård sem komu út í tvímála útgáfu í fjórum bindum á árinum 2013 til 2016.

Snorrastofa efnir til málþings um nýjar þýðingar eddukvæða í tilefni af þýðingum Knuts Ødegård sem komu út í tvímála útgáfu í fjórum bindum á árinum 2013 til 2016. Auk þess verður fagnað og vakin athygli á öðrum þýðingum og útgáfum sem nýlega hafa komið út.

Í fyrri hluta dagskrárinnar kynna Knut og Jon Gunnar Jørgensen prófessor norsku þýðinguna. Í seinni hlutanum gera Lars Lönnroth prófessor og dr. Carolyne Larrington grein fyrir þýðingum sínum á sænsku og ensku.

Gerður Kristný rithöfundur spjallar um endurvinnslu sína á eddukvæði og Vésteinn Ólason prófessor flytur inngangserindi um það hvernig eddukvæðin urðu heimsbókmenntir. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytur þjóðlega tónlist með tengsl við fornan kveðskap.

Málþingið verður haldið í Reykholtskirkju næstkomandi laugardag, 24. mars, og stendur frá kl. 13 til 17.30. Málþingið fer að mestu leyti fram á íslensku.