Erlingskvöld verður haldið í kvöld kl. 20 í Bókasafni Reykjanesbæjar en slík kvöld eru haldin reglulega til heiðurs fyrrverandi bæjarlistamanni Keflavíkur, Erlingi Jónssyni.
Þrír rithöfundar lesa úr verkum sínum: Bubbi Morthens, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Kristín Steinsdóttir. Bubbi les úr ljóðabókum sínum Hreistur og Öskraðu gat á myrkrið , Kristín Helga les úr nýjustu bók sinni, Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels sem hún hlaut fyrir Fjöruverðlaunin og var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir og Kristín les úr nýjustu bók sinni, Ekki vera sár.
Feðginin Jana og Guðmundur flytja nokkur lög í upphafi kvölds og boðið verður upp á kaffi og konfekt og eru allir velkomnir. Húsið verður opnað klukkan 19.45.