Boris Johnson.
Boris Johnson.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á þingi landsins í gær að stjórnvöld í Kreml hefðu fyrirskipað morðtilræðið við Sergej Skripal, fyrrverandi rússneskan njósnara sem var á mála hjá bresku leyniþjónustunni.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á þingi landsins í gær að stjórnvöld í Kreml hefðu fyrirskipað morðtilræðið við Sergej Skripal, fyrrverandi rússneskan njósnara sem var á mála hjá bresku leyniþjónustunni. Hann telur að meginmarkmiðið hafi verið að senda andstæðingum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta þau skilaboð að þeir eigi á hættu að verða ráðnir af dögum ef þeir styðji mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Ráðamennirnir í Kreml hafi valið Bretland til að gera slíka árás vegna þess að Bretar hafi gagnrýnt Rússa fyrir brot á mannréttindum og lýðræðisreglum. Látið hafi verið til skarar skríða fyrir kosningarnar í Rússlandi til að þjappa þjóðinni saman gegn ímynduðum óvini.