„Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur.

„Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,“ sagði Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, við mbl.is í gær.

„Það sem er alvarlegt í þessu er að stjórnmálaafl geti með beinum hætti beitt sér í atkvæðagreiðslu kjarasamnings. Það er alvarleg þróun að stéttarfélagið sé notað á þennan hátt. Hitt er ekki launungarmál að félagsmenn vildu fá meira,“ sagði Ólafur.

Hann vísaði til herferðar sem andstæðingar samningsins háðu á samfélagsmiðlum þar sem félagsmenn voru hvattir til að fella hann. Þar af eru tveir af 12 manna samninganefnd sem hafi gert mikið í því að fella hann. Þetta eru að sögn Ólafs Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins, og Jón Ingi Gíslason, formaður kjördæmisráðs framsóknarmanna í Reykjavík. thorunn@mbl.is