„Það hefur lengið lengi fyrir af okkar hálfu að ég verð ekki áfram hjá Hamm. Við fjölskyldan ákváðum fyrir töluverðum tíma að eftir átta frábær ár í Þýskalandi væri tími til kominn á breytingar,“ sagði handknattleiksmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær verður hann ekki áfram í herbúðum þýska B-deildarliðsins ASV Hamm-Westfalen þegar núverandi keppnistímabili lýkur í júní.
„Eins og staðan er núna erum við að skoða okkar mál en það er allt eins líklegt að við endum heima Íslandi í sumar. Einnig erum við að skoða hvað er í boði í öðrum deildum í Evrópu. Það þarf eitthvað mjög spennandi að koma upp á borðið svo dvölin úti lengist hjá okkur,“ sagði Fannar sem lék með Val áður en hann flutti til Þýskalands 2010. Síðan hefur hann leikið með Emsdetten, Grosswallstadt, Hagen og Hamm í B-deildinni og Wetzlar í A-deildinni. Fannar á að baki 11 A-landsleiki og var m.a. í HM-liðinu 2013 á Spáni. iben@mbl.is