Fannar Þór Friðgeirsson
Fannar Þór Friðgeirsson
„Það hefur lengið lengi fyrir af okkar hálfu að ég verð ekki áfram hjá Hamm.

„Það hefur lengið lengi fyrir af okkar hálfu að ég verð ekki áfram hjá Hamm. Við fjölskyldan ákváðum fyrir töluverðum tíma að eftir átta frábær ár í Þýskalandi væri tími til kominn á breytingar,“ sagði handknattleiksmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær verður hann ekki áfram í herbúðum þýska B-deildarliðsins ASV Hamm-Westfalen þegar núverandi keppnistímabili lýkur í júní.

„Eins og staðan er núna erum við að skoða okkar mál en það er allt eins líklegt að við endum heima Íslandi í sumar. Einnig erum við að skoða hvað er í boði í öðrum deildum í Evrópu. Það þarf eitthvað mjög spennandi að koma upp á borðið svo dvölin úti lengist hjá okkur,“ sagði Fannar sem lék með Val áður en hann flutti til Þýskalands 2010. Síðan hefur hann leikið með Emsdetten, Grosswallstadt, Hagen og Hamm í B-deildinni og Wetzlar í A-deildinni. Fannar á að baki 11 A-landsleiki og var m.a. í HM-liðinu 2013 á Spáni. iben@mbl.is