Framkvæmdir „Er það ekki síst undir stjórnvöldum komið að greiða úr húsnæðisvandanum sem ég held að sé rót þeirrar óánægju sem greina má í röðum launþega.“
Framkvæmdir „Er það ekki síst undir stjórnvöldum komið að greiða úr húsnæðisvandanum sem ég held að sé rót þeirrar óánægju sem greina má í röðum launþega.“ — Morgunblaðið/Hari
Kjarasamningar losna um áramót og segir Guðrún að ákveðinnar óþreyju gæti nú á meðal launþega. Hún segir að í viðræðunum framundan sé nauðsynlegt að allir aðilar komi að borðinu af ákveðinni yfirvegun og án gífuryrða. Það sé ljóst að boltinn sé m.a.

Kjarasamningar losna um áramót og segir Guðrún að ákveðinnar óþreyju gæti nú á meðal launþega. Hún segir að í viðræðunum framundan sé nauðsynlegt að allir aðilar komi að borðinu af ákveðinni yfirvegun og án gífuryrða. Það sé ljóst að boltinn sé m.a. hjá stjórnvöldum:

„Þær launahækkanir sem fólkið í landinu hefur fengið á undanförnum árum hefur ríkið tekið að hluta til sín í formi lægri barnabóta og lægri vaxtabóta. Þá er það ekki síst undir stjórnvöldum komið að greiða úr húsnæðisvandanum sem ég held að sé rót þeirrar óánægju sem greina má í röðum launþega. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vandinn er mestur, hefur of mikil áhersla verið lögð á þéttingu byggðar sem hefur skilað dýru húsnæði inn á markaðinn en nær væri fyrir borgina að stuðla að uppbyggingu á jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem húsnæði gæti verið ódýrara. Þá er eðlilegt að spyrja hvers vegna lóðaverð þarf að vera svona rosalega hátt, og einn stærsti hlutinn af byggingarkostnaðinum,“ segir Guðrún og bætir við að henni þyki skömm að því að ástandið á húsnæðismarkaði sé orðið svo erfitt að fólk þurfi jafnvel að hafast við í tjöldum og hjólhýsum um hávetur.

„Ég leyfi mér samt sem áður að vera bjartsýn á að með samstilltu átaki atvinnulífs, stjórnvalda og launþega getum við skapað hér starfsumhverfi sem mun færa Ísland í fremstu röð.“