Þjótandi ehf. á Hellu átti lægsta tilboð í endurbætur á 8,3 kílómetra kafla Þingvallavegar, frá Þjónustumiðstöðinni að vegamótum við Vallaveg. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni s.l. þriðjudag.

Þjótandi ehf. á Hellu átti lægsta tilboð í endurbætur á 8,3 kílómetra kafla Þingvallavegar, frá Þjónustumiðstöðinni að vegamótum við Vallaveg. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni s.l. þriðjudag. Alls bárust sjö tilboð í verkið og hljóðaði tilboð Þjótanda upp á 488,2 milljónir. Var það 73,5% af áætluðum verktakakostnaði, sem var 664 milljónir. Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti hæsta tilboðið, 714,5 milljónir.

Verkið felst í styrkingu og breikkun núverandi vegar með áherslu á að auka umferðaröryggi. Fræsa skal núverandi klæðingu, breikka og hækka/lækka veginn eftir atvikum og leggja nýtt malbik. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2019. sisi@mbl.is