[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FranklinCovey Guðfinna S. Bjarnadóttir PhD hefur tekið við umsjón með vörulínu þekkingarfyrirtækisins FranklinCovey um traust (Practice Leader – Leading at the Speed of Trust). Guðfinna er meðeigandi og stjórnandi í LC ráðgjöf.
FranklinCovey Guðfinna S. Bjarnadóttir PhD hefur tekið við umsjón með vörulínu þekkingarfyrirtækisins FranklinCovey um traust (Practice Leader – Leading at the Speed of Trust). Guðfinna er meðeigandi og stjórnandi í LC ráðgjöf. Hún var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík (1998-2007) og sat á Alþingi árin 2007-2009.

Kristinn Tryggvi Gunnarsson hefur tekið við nýrri stöðu viðskiptastjóra áskriftarþjónustu (Client Partner - All Access Pass) FranklinCovey á Íslandi. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu og hefur frá árinu 2002 starfað sem ráðgjafi í stefnumótun, markaðs- og þjónustumálum. FranklinCovey er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stjórnendaþjálfunar, ráðgjafar og rannsókna á árangri einstaklinga, liðsheilda og vinnustaða.