Í úrskurðunum má lesa að kærendur hafa flestir verið sárkvaldir og séð fram á langa bið eftir liðskiptaaðgerð á LSH áður en þeir ákváðu að fara til Klíníkurinnar.
Í úrskurðunum má lesa að kærendur hafa flestir verið sárkvaldir og séð fram á langa bið eftir liðskiptaaðgerð á LSH áður en þeir ákváðu að fara til Klíníkurinnar. Það hafi bætt lífsgæði þeirra verulega og gert það að verkum að þeir komust fyrr út á vinnumarkaðinn aftur. Flestir vísa til þess að SÍ heimili þeim að fara í aðgerðir erlendis og greiði þann kostnað sem sé tölvert hærri en við aðgerðina hjá Klíníkinni og þeir vonist því til að úrskurðarnefndin sýni málinu skilning og hlutist til um að SÍ greiði kostnaðinn.