Páskaeggjaleit Íþróttaálfurinn mun hita börnin upp fyrir leitina að súkkulaðipáskaeggjum og íþróttanammi.
Páskaeggjaleit Íþróttaálfurinn mun hita börnin upp fyrir leitina að súkkulaðipáskaeggjum og íþróttanammi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Útvarpsstöðin K100 stendur fyrir páskaeggjaleit næsta sunnudag en þá er öllum börnum og foreldrum gefið tækifæri til að leita að alls konar glaðningi í kringum höfuðstöðvar K100 að Hádegismóum við Rauðavatn.

Útvarpsstöðin K100 stendur fyrir páskaeggjaleit næsta sunnudag. Logi Bergmann ræsir leitina og sjálfur íþróttaálfurinn hitar krakkana upp en hann var í miðjum armbeygjum þegar við heyrðum í honum. „449, 450, 451“ telur hann. „Það er nú þannig að allt er gott í hófi,“ segir íþróttaálfurinn þegar hann er spurður út í hvort það sé ekki skrýtið að íþróttaálfurinn hvetji börn áfram í að leita að súkkulaðipáskaeggjum. „Og ég veit nú líka að það verður eitthvert íþróttanammi í boði þarna líka.“

Páskaeggjaleitin hefst kl. 14.00 á sunnudaginn og fundvísir krakkar eiga von á ýmsu, en auk páskaeggja geta þau fundið m.a. lambalæri frá Kjarnafæði, fjölskylduferð með Norrænu til Færeyja, Child's Farm barnavörur og gjafabréf frá Keiluhöllinni Egilshöll, Perlunni Museum, Yoyo-ís og Air Iceland Connect. rikka@k100.is