Páll Melsted Ríkharðsson, Gísli Þór Gunnarsson, Arnaldur Þór Guðmundsson, Atli Snær Jóhannsson, Hrefna Sigríður Briem og Maarten Hol.
Páll Melsted Ríkharðsson, Gísli Þór Gunnarsson, Arnaldur Þór Guðmundsson, Atli Snær Jóhannsson, Hrefna Sigríður Briem og Maarten Hol.
Framhaldsskólar Lið frá Verzlunarskóla Íslands, skipað þeim Arnaldi Þór Guðmundssyni, Atla Snæ Jóhannssyni og Gísla Þór Gunnarssyni, hreppti sigurlaunin í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin var nýlega á vegum viðskiptadeildar Háskólans í...

Framhaldsskólar

Lið frá Verzlunarskóla Íslands, skipað þeim Arnaldi Þór Guðmundssyni, Atla Snæ Jóhannssyni og Gísla Þór Gunnarssyni, hreppti sigurlaunin í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin var nýlega á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Fyrirkomulag keppninnar var á þá leið að lið sem samanstóðu af þremur til fjórum einstaklingum stýrðu fyrirtæki, í þessu tilfelli súkkulaðiverksmiðju, í ákveðinn tíma og kepptu sín á milli um að ná sem bestum árangri. Liðin þurftu að leysa margvísleg vandamál sem upp komu og skila góðum rekstri.

Í öðru sæti í keppninni varð lið Borgarholtsskóla og í þriðja sæti varð annað lið frá Verzlunarskólanum.

Gefi stjórnun gaum

Í frétt frá Háskólanum í Reykjavík segir að markmið keppninnar, sem nú var haldin í annað sinn, sé að kynna stjórnun fyrir nemendum í framhaldsskóla og hvetja þá til að gefa faginu gaum. tobj@mbl.is