„Það er athyglisvert að skoða það sem Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, skrifaði árið 1926 þegar hann fjallaði um loðnu eða loðsíli. Hann talaði um að fiskurinn hrygndi frá vestanverðu Norðurlandi og hringinn í kringum landið. Hann nefndi tímasetningar um hrygningu í mars og fram í maí fyrir sunnan og vestan og sagði að megnið hrygndi á þeim slóðum. Hrygning ætti sér stað í júní – júlí fyrir Norðurlandi og við austurströndina ekki fyrr en í júlí – ágúst.
Það er stórmerkilegt að maður sem hafði mjög takmarkaðar athuganir á nútíma mælikvarða hafi sagt hluti sem þessa og þeir standist tímans tönn eins vel og raun ber vitni,“ segir Þorsteinn Sigurðsson.