Kunnáttuleysi. N-AV
Norður | |
♠853 | |
♥G63 | |
♦9742 | |
♣ÁK6 |
Vestur | Austur |
♠764 | ♠KDG109 |
♥Á87 | ♥K1095 |
♦Á865 | ♦D103 |
♣D32 | ♣9 |
Suður | |
♠Á2 | |
♥D52 | |
♦KG | |
♣G108754 |
Suður spilar 5♣ dobluð.
Spilarar haga hindrunarsögnum sínum eftir stöðum. Stundum eiga menn vel fyrir sínu (til dæmis í annarri hendi á hættu), en stundum er stokkið á tómt brak (til dæmis utan hættu í þriðju hendi). Þetta vita allir og gera allir, hvort sem málið er rætt eða ekki í parinu. En samt gerast hlutir eins og þessir.
Við erum stödd í átta-liða úrslitum Vanderbilt. Norður (Billy Miller) passar sem gjafari, austur (Jeff Mechstroth) opnar á 1♠, suður (Vinita Gupta) hindrar í 3♣, vestur (Eric Rodwell) segir 3♠ og norður stekkur í 5♣?! OMG.
Stökkið í 5♣ væri ágætis pressusögn ef suður ætti INNRAMMAÐA hindrun – sjölit og veik spil. En staðan býður upp á BLÆÐANDI hindrun og þá eru pressusagnir bannaðar á móti. Hér hefði Miller átt að segja 4♣, sem er lýsandi sögn og eftirlætur makker síðustu ákvörðun.
En þetta kunna menn ekki ennþá, jafnvel ekki á æðstu stöðum.