Fjórir sóttu um embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík, en starfið var auglýst laust til umsóknar eftir að skipun séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur var afturkölluð í október í fyrra.
Höfðu komið fram athugasemdir um að ekki hefði verið réttilega staðið að kosningu kjörnefndar prestakallsins, en kjörnefnd hefur m.a. það hlutverk að kjósa prest úr hópi umsækjenda.
Þeir sem sóttu um embættið núna eru, í stafrófsröð: Cand. theol. Bryndís Svavarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir, séra Gunnar Jóhannesson og mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir. Elínborg og Bryndís sóttu um embættið í fyrra en sú fyrrnefnda gerði athugasemdir við kosningu kjörnefndar.