Paul Maurice
Paul Maurice — AFP
Íshokkíliðið á Íslendingaslóðunum í Kanada, Winnipeg Jets, á góðu gengi að fagna í vetur og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppni NHL-deildarinnar.

Íshokkíliðið á Íslendingaslóðunum í Kanada, Winnipeg Jets, á góðu gengi að fagna í vetur og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Winnipeg er sem stendur með fjórða besta árangurinn en liðið hefur leikið 75 leiki af þeim 82 sem á dagskrá eru í deildakeppninni. Liðið hefur unnið 46 þeirra í venjulegum leiktíma, 10 hafa verið framlengdir en liðið hefur tapað 19. Liðið er á góðri siglingu og hefur unnið fimm leiki í röð undir stjórn þjálfarans Pauls Maurice.

Winnipeg eignaðist lið í NHL að nýju árið 2011 og var þá haldin netkosning varðandi nafngiftina og varð Jets niðurstaðan. Í eina tíð hét liðið Winnipeg Falcons. Uppistaðan í liði fyrstu ólympíumeistaranna í íshokkíi, í Kanada árið 1920, var frá Falcons og voru nokkrir af íslenskum ættum.