Albert Jónsson
Albert Jónsson
Tog á milli vestrænna ríkja og Rússa er fyrirferðarmikið nú. En um meginátakalínur má lesa á vefsíðu Alberts Jónssonar fv.

Tog á milli vestrænna ríkja og Rússa er fyrirferðarmikið nú. En um meginátakalínur má lesa á vefsíðu Alberts Jónssonar fv. sendiherra:

Ráðandi þættir í utanríkisstefnu Rússlands lúta annarsvegar að því að tryggja ítök á áhrifasvæði, sem nær til fyrrverandi Sovétlýðvelda nema Eystasaltsríkjanna. Hins vegar ræður einkum för að varðveita stöðugleika og ríkisvald í Rússlandi. Náin tengsl eru hér á milli þannig að óstöðugleiki á áhrifasvæðinu er talinn fela í sér hættu á óróa í Rússlandi sjálfu og ógn við ríkisvaldið. Ennfremur er litið á áhrifasvæðið sem stuðpúða gegn utanaðkomandi ógn.

Í huga rússneskra stjórnvalda lúta þessir þættir að tilvistarhagsmunum og ógn við þá er tilvistarógn. Því breyta viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar Úkrænudeilunnar ekki stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi Úkrænu. Endanlegt markmið þeirra er að hafa neitunarvald yfir utanríkisstefnu Úkrænu til að koma í veg fyrir aðild hennar að NATO og ESB. Ríki á áhrifasvæðinu njóta enda ekki fullveldis- og sjálfsákvörðunarréttar.

Trump-stjórnin hefur ekki breytt neinu grundvallaratriði í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi, enda hurfu hvorki deilumál né gerólíkir hagsmunir ríkjanna við forsetaskiptin. Að áliti Moskvustjórnarinnar hafa Bandaríkin þá stefnu að styðja við innlend sundrungaröfl í Rússlandi, skáka því á alþjóðavettvangi, einangra það, og veikja efnahagslega.“