Kristín Sif er starfsmaður K100.
Kristín Sif er starfsmaður K100.
Kristín Sif, dagskrárgerðarkona K100, gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu í hnefaleikum síðastliðinn sunnudag. Kristín byrjaði að boxa fyrir rétt rúmu ári og voru þetta þriðji og fjórði bardaginn hennar í boxinu.

Kristín Sif, dagskrárgerðarkona K100, gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu í hnefaleikum síðastliðinn sunnudag.

Kristín byrjaði að boxa fyrir rétt rúmu ári og voru þetta þriðji og fjórði bardaginn hennar í boxinu. Hún sigraði Julie Holte frá Noregi í undanúrslitum en laut í lægra haldi í úrslitunum fyrir hinni sænsku Love Holgersson. Kristín Sif er í keppnishóp hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og er einnig í einkatímum hjá atvinnumanninum Gunnari Kolbeini. Til hamingju, Kristín Sif!