Hafnarfjörður Byggðin á Völlunum.
Hafnarfjörður Byggðin á Völlunum. — Morgunblaðið/ Sigurður Bogi
Að Landsnet hafi ekki sýnt fram á að jarðstrengur sé raunhæfur í samanburði við loftlínu er veigamikil ástæða þess að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fyrir svonefndri Lyklafellslínu.

Að Landsnet hafi ekki sýnt fram á að jarðstrengur sé raunhæfur í samanburði við loftlínu er veigamikil ástæða þess að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fyrir svonefndri Lyklafellslínu. Sú á að koma í stað Hamranesslínu sem liggur um nýbyggingarsvæði í Skarðshlíð og þarf því að víkja.

Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir úrskurðinn áfall. Þess hafi verið beðið lengi að línurnar yrðu teknar niður. Hjá Landsneti er verið að fara yfir úrskurðinn, en lagning línunnar var komin að framkvæmdastigi. 4