Aðsópsmiklir Teitur Örn Einarsson, Selfossi, og ÍR-ingurinn Bergvin Þór Gíslason léku stór hlutverk í liðum sínum á keppnistímabilinu.
Aðsópsmiklir Teitur Örn Einarsson, Selfossi, og ÍR-ingurinn Bergvin Þór Gíslason léku stór hlutverk í liðum sínum á keppnistímabilinu. — Morgunblaðið/Eggert
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Olísdeildar karla í handknattleik á þessu keppnistímabili. Hann skoraði 160 mörk í 22 leikjum Selfossliðsins.

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Olísdeildar karla í handknattleik á þessu keppnistímabili. Hann skoraði 160 mörk í 22 leikjum Selfossliðsins. Önnur örvhent stórskytta, Kristján Örn Kristjánsson úr Fjölni, varð næstmarkahæstur með 154 mörk. Markakóngur deildarinnar fyrir tveimur árum, FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson, varð þriðji markahæsti maður deildarinnar með 138 mörk. Samherji hans, Óðinn Þór Ríkharðsson, kom næstur. Óðinn Þór skoraði einu marki færra en Einar Rafn. Hákon Daði Styrmisson, hornamaður Hauka, skoraði einnig 137 mörk.

Theodór Sigurbjörnsson, sem varð markakóngur deildarinnar í fyrra, skoraði 110 mörk. Hann missti af fimm leikjum með ÍBV á keppnistímabilinu en varð engu að síður næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir Sigurbergi Sveinssyni sem skoraði 112 mörk.

Teitur Örn Einarsson, Selfossi 160

Kristján Ö. Kristjánsson, Fj. 152

Einar Rafn Eiðsson, FH 138

Hákon D. Styrmisson, Hau. 137

Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 137

Anton Rúnarsson, Val 122

Magnús Óli Magnússon, Val 120

Arnar B. Hálfdánsson, Fram 118

Sigurbergur Sveinsson, ÍBV 112

Daníel Þór Ingason, Haukum 111

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV 110

Egill Magnússon, Stjörnunni 109

Ásbjörn Friðriksson, FH 107

Árni Bragi Eyjólfsson, Afture. 103

Agnar Smári Jónsson, ÍBV 102

Egidijus Mikalonis, Víkingi 101

Bergvin Þór Gíslason, ÍR 100

iben@mbl.is