Að sýna lit. N-Enginn Norður &spade;94 &heart;876 ⋄ÁKD976 &klubs;K7 Vestur Austur &spade;ÁD873 &spade;KG62 &heart;G95 &heart;Á ⋄G42 ⋄53 &klubs;102 &klubs;D98653 Suður &spade;105 &heart;KD10432 ⋄108 &klubs;ÁG4 Suður spilar 4&heart;.

Að sýna lit. N-Enginn

Norður
94
876
ÁKD976
K7

Vestur Austur
ÁD873 KG62
G95 Á
G42 53
102 D98653

Suður
105
KD10432
108
ÁG4

Suður spilar 4.

„Ekki gera ekki neitt,“ segja rukkararnir. Hugmyndafræðin er sú að aðgerðaleysi sé á endanum dýrari kostur en einhvers konar viðleitni. Betra sé að sýna lit en passa. Er þetta rétt? Spyrjum sérfræðingana.

Í undanúrslitum Vanderbilt vakti norður á 1 á báðum borðum. Pólverjinn Buras í austur sagði pass, suður stökk lýsandi í 2 (áskorun með sexlit), vestur sagði pass og norður 4. Eggslétt.

Hinum megin voru Meckstroth og Rodwell í AV. Sá fyrrnefndi kom inn á 2 við 1. Ekkert sérlega góður litur og ekkert sérlega góð spil, en Meckstroth telur greinilega að viðleitnin borgi sig. Suður sagði 2 og Rodwell doblaði, gagngert í þeim tilgangi að sýna spaðalit (ómeldaða litinn) og hálfstuðning við laufið (lit makkers). Nú var spaðafittið fundið og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Norður sagði 3, Meckstroth 4 og suður 5. Einn niður.

„Hvað sem þú gerir, ekki...“