Menningarmiðlarinn Marín við bókakápur skáldsagna Guðrúnar frá Lundi.
Menningarmiðlarinn Marín við bókakápur skáldsagna Guðrúnar frá Lundi.
Marín Guðrún Hrafnsdóttir, sjálfstætt starfandi blaðamaður, á 50 ára afmæli í dag. Hún situr í stjórn Fræðagarðs Bandalags háskólamanna (BHM) og einbeitir sér þessa dagana að því að kynna sér kjaramálin enda nýkomin í stjórnina.

Marín Guðrún Hrafnsdóttir, sjálfstætt starfandi blaðamaður, á 50 ára afmæli í dag. Hún situr í stjórn Fræðagarðs Bandalags háskólamanna (BHM) og einbeitir sér þessa dagana að því að kynna sér kjaramálin enda nýkomin í stjórnina.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stétta- og kjaramálum og nú síðustu árin þeim miklu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Enn er vinnumarkaðurinn fremur hefðbundinn hér á landi en t.d. eru nú fleiri í Bretlandi sem eru sjálfstætt starfandi en sem tilheyra opinbera geiranum. Ég hef líka áhuga á að berjast fyrir því að háskólamenntun sé metin að verðleikum á Íslandi og Fræðagarður er eitt af stóru félögunum innan BHM. Í Fræðagarði er fólk sem vinnur bæði í opinbera og einkageiranum og er með margvíslega menntun og bakgrunn, mest þó hugvísindafólk.“

Sjálf er Marín með BA-próf í íslensku og diplómagráðu í fjölmiðlafræði og tvær meistaragráður. Sú fyrri er í enskum bókmenntum frá Háskólanum í Leeds árið 1994 og síðari gráðunni lauk Marín í fyrrasumar í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Áður en hún hóf það nám var hún menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. „Ég hef mikinn áhuga á sagnfræði og bókmenntum og í náminu fékk ég tækifæri til að tvinna þetta tvennt saman. Ég setti upp sýningu á verkum og ævi langömmu minnar, Guðrúnar frá Lundi, en ég hef mikið unnið með bækur hennar í gegnum tíðina og held m.a. úti facebooksíðunni Guðrún frá Lundi. Sýningin hefur verið frábærlega vel sótt og flakkar nú um landið en var fyrst sett upp í fyrrasumar á Sauðárkróki. Hún er núna á Akranesi og er á leiðinni til Akureyrar, Reykjanesbæjar og Egilsstaða.“

Marín er sjálf úr sveit, frá Skeggsstöðum í Svartárdal þar sem foreldrar hennar og systir búa. „Ég reyni að fara þangað eins oft og ég get og vonast til að geta brunað norður strax eftir Parísarferð.“

Marín fór í flug í morgun til Parísar og ætlar að fagna þar afmælinu með systrum sínum og börnum, en ein systirin, bóndinn á Breiðavaði, komst ekki vegna anna.

Eiginmaður Marínar er Steingrímur Ólafsson iðnrekstrarfræðingur, sem er á vakt í Noregi um páskana, og börn þeirra eru Guðrún 25 ára, Ingólfur 23 ára og Hrafnhildur 17 ára.