Nokkuð snjóar um páskana og kalt verður í veðri, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Það verður snjókoma til fjalla á Austfjörðum á morgun, miðvikudag, samfara austanátt svo tala má um hríðarveður þar. Annars staðar verður úrkomulaust og þurrt.

Nokkuð snjóar um páskana og kalt verður í veðri, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Það verður snjókoma til fjalla á Austfjörðum á morgun, miðvikudag, samfara austanátt svo tala má um hríðarveður þar. Annars staðar verður úrkomulaust og þurrt.

Á skírdag og föstudaginn langa snýst í NA-átt og svo lægir. Heldur kólnar, að sögn Einars, og á Norðurlandi verður gaddur – en næturfrost sunnanlands. Spáð er bjartviðri víða á Norðurlandi en sólarlitlu syðra og þar má gera ráð fyrir einhverjum snjódreifum á föstudaginn langa. sbs@mbl.is