Munur Á malbiki hreyfast fætur nánast eins í hverju skrefi en í náttúruhlaupi má alltaf eiga von á trjárót, steinhnullungi eða óvæntri krappri beygju.
Munur Á malbiki hreyfast fætur nánast eins í hverju skrefi en í náttúruhlaupi má alltaf eiga von á trjárót, steinhnullungi eða óvæntri krappri beygju. — Morgunblaðið/Eggert
„Hlaup í náttúru Íslands verða sífellt vinsælli, það ætti ekki að koma á óvart. Íslendingar hafa löngu uppgötvað frelsið og fegurðina sem felst í fjallgöngum. Síðustu 15 ár hafa götuhlaup einnig rutt sér til rúms á meðal almennings.

„Hlaup í náttúru Íslands verða sífellt vinsælli, það ætti ekki að koma á óvart. Íslendingar hafa löngu uppgötvað frelsið og fegurðina sem felst í fjallgöngum. Síðustu 15 ár hafa götuhlaup einnig rutt sér til rúms á meðal almennings. Með því að sameina hlaupin og útiveru í náttúrunni fæst það besta úr báðum heimum. Þessa upplifun köllum við náttúruhlaup,“ segir m.a. á vefsíðunni natturuhlaup.is.

Kostir þess að skokka eða hreyfa sig eru ótvíræðir, en fleiri kostir eru einnig tilgreindir, þ.ám. hreint og tært loft, enginn útblástur, ekkert svifryk, hægt er að njóta náttúru og landslags um leið og hlaupið er, aukin fjölbreytni í hlaupaleiðum auk þess sem áfangastaðirnir verði markmið en ekki bara bið eftir næsta hlaupi. Og síðast en ekki síst að friðsæl náttúran efli andann jafnt sem líkamann.

Kynningarkvöld fyrir vornámskeið Náttúruhlaupa, sem hefst í byrjun apríl, varður haldið frá 20-22 í kvöld, þriðjudagskvöldið 27. mars. Búið er að opna fyrir skráningu á vefsíðunni, en þar sem náttúruhlauparar eiga von á að það verði fljótt að fyllast benda þeir þeim sem eru ákveðnir að skrá sig strax en þeim sem eru forvitnir að mæta á kynningarkvöldið og skrá sig síðan.