Á föstudaginn, á síðasta degi fyrir pákskafrí Alþingis, lagði Píratinn Björn Leví Gunnarsson fram þriðju fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um atkvæðakassa. Þetta var jafnframt 74. fyrirspurn Björns Levís á yfirstandandi þingi.

Á föstudaginn, á síðasta degi fyrir pákskafrí Alþingis, lagði Píratinn Björn Leví Gunnarsson fram þriðju fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um atkvæðakassa. Þetta var jafnframt 74. fyrirspurn Björns Levís á yfirstandandi þingi.

Nú vill Björn Leví fá að vita hversu margir atkvæðakassar voru notaðir í kosningum til Alþingis árið 2017, skipt eftir kjördæmum. Í öðru lagi vill þingmaðurinn fá að vita hversu margir atkvæðakassar hafa brotnað, dottið í sundur eða opnast á annan óæskilegan hátt við afhendingu, flutning eða notkun í einhverjum kosningum frá árinu 2013 og hvernig hvert atvik var skráð í gerðabók.

Í greinargerð segir Björn Leví að í svari ráðherra á þingskjali 348 við fyrirspurn um atkvæðakassa hafi ráðherra ekki svarað 3. tölulið fyrirspurnarinnar efnislega. „Í svari ráðherra við fyrirspurn til munnlegs svars á þskj. 421 um hnjask á atkvæðakössum sagði dómsmálaráðherra að það ætti að vera hægt að taka saman upplýsingar um fjölda atkvæðakassa,“ segir Björn Leví og óskar sem fyrr eftir skriflegu svari ráðherra.

sisi@mbl.is