Fljótin Trausti á Bjarnargili (fyrir miðju) var meðal keppenda í fyrra.
Fljótin Trausti á Bjarnargili (fyrir miðju) var meðal keppenda í fyrra. — Ljósmynd/Fljotin.is
Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum á föstudaginn langa, 30. mars næstkomandi. Mótið fer nú fram í fimmta sinn. Keppendur verða ræstir út kl.

Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum á föstudaginn langa, 30. mars næstkomandi. Mótið fer nú fram í fimmta sinn. Keppendur verða ræstir út kl. 13 og gengnar verða fjölbreyttar leiðir við allra hæfi, eins og segir í tilkynningu ferðafélagsins.

Er þetta með stærstu gönguskíðamótum landsins en keppendur hafa jafnan verið í kringum 100.

Vegalengdir eru allt frá 1 km fyrir þá yngstu og upp í 20 km fyrir þá hörðustu í greininni. Skráning fer fram á vefsíðunni fljotin.is en þátttökugjaldið er 4.000 kr. fyrir fullorðna og 2.000 kr. fyrir börn. Innifaldar í mótsgjaldi eru veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási.

Einnig fer fram veglegt happdrætti að verðlaunaafhendingu lokinni. Yngri keppendur fá páskaegg og veitingasala er í boði fyrir fjölmarga gesti mótsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.