Elliði Vignisson
Elliði Vignisson
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bæjarráð í Vestmannaeyjum tók jákvætt í ósk The Beluga Building Company ehf. í síðustu viku, um að fyrirtækið fengi afnot af Klettsvík við komu mjaldra (Beluga-hvala) til Vestmannaeyja.

Agnes Bragadóttir

agnes@mbl.is

Bæjarráð í Vestmannaeyjum tók jákvætt í ósk The Beluga Building Company ehf. í síðustu viku, um að fyrirtækið fengi afnot af Klettsvík við komu mjaldra (Beluga-hvala) til Vestmannaeyja.

Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið.

„Við erum mjög jákvæð fyrir þessu. Við höfum unnið að undirbúningi þessa verkefnis með fyrirtækinu Merlin síðustu þrjú árin. Það bendir ekkert til annars en að málið fái jákvæða endanlega afgreiðslu,“ sagði Elliði.

Elliði segir að Merlin hafi stofnað Beluga Building Company hér á landi utan um þessar væntanlegu byggingarframkvæmdir í Klettsvík, vegna mjaldranna og raunar fleiri dýra.

Elliði segir að samhliða aðstöðunni fyrir mjaldrana stefni Beluga Company að því að koma upp voldugu fiskasafni, þar sem sýndar verði staðbundnar tegundir og jafnframt verði komið upp ákveðnu athvarfi fyrir lunda. „Við vonum að framkvæmdir geti hafist á vordögum og vonandi verður endanleg ákvörðun um verkefnið tekin í maí eða júní, þar sem enn er þetta verkefni í undirbúningi. Verði það svo, geta verklegar framkvæmdir hafist strax í kjölfar þess,“ sagði Elliði.