Styttist Það styttist í að Gylfi Sigurðsson mæti á völlinn á nýjan leik.
Styttist Það styttist í að Gylfi Sigurðsson mæti á völlinn á nýjan leik. — AFP
Gylfi Þór Sigurðsson stefnir á að koma sterkari til baka og í betra formi þegar hann snýr til baka eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir í leik með Everton gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í þessum mánuði.

Gylfi Þór Sigurðsson stefnir á að koma sterkari til baka og í betra formi þegar hann snýr til baka eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir í leik með Everton gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í þessum mánuði.

Vonir standa til að Gylfi geti náð að spila síðustu leiki Everton á leiktíðinni en aðalmálið fyrir okkur Íslendinga er að hann verði búinn að ná sér að fullu áður en flautað verður til leiks á HM í Rússlandi í sumar.

Gylfi hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfurum eftir meiðslin og er í stöðugri framför. Hann er farinn að geta gengið næstum eðlilega. Fram kemur á vef Everton að Gylfi muni í næstu viku hitta sérfræðing en hann hefur verið í góðum höndum frá því hann meiddist á hnénu.

„Þetta hefur bara gengið vel og ég sé framfarir með hverjum deginum. Það hefur ekki komið neitt bakslag. Ég er búinn að losa mig við hækjurnar, spelkuna á hnénu og get gengið næstum eðlilega. Ég hef farið í gegnum margar æfingar með sjúkraþjálfurum, í tólum og tækjum og þá hef ég verið í sundlauginni og í tækjasalnum,“ segir Gylfi í viðtali við vef Everton.