Gatnamótin Umferð um svæðið hefur verið hæg enda þrengslin mikil.
Gatnamótin Umferð um svæðið hefur verið hæg enda þrengslin mikil. — Morgunblaðið/Hanna
Framkvæmdir við gatnamót Geirsgötu/Lækjargötu/Kalkofnsvegar eru að hefjast að nýju en þær hafa legið niðri síðan í desember. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að starfsmenn verktakans, Lóðaþjónustunnar ehf., verði komnir á fulla ferð strax eftir...

Framkvæmdir við gatnamót Geirsgötu/Lækjargötu/Kalkofnsvegar eru að hefjast að nýju en þær hafa legið niðri síðan í desember.

Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að starfsmenn verktakans, Lóðaþjónustunnar ehf., verði komnir á fulla ferð strax eftir páska. Vonir standa til að verkinu ljúki í apríl/maí og þá verði umferðin um gatnamótin með eðlilegum hætti.

Miklar þrengingar hafa verið á svæðinu og umferðin því verið hæg. Oft hafa myndast biðraðir, sérstaklega á Geirsgötunni í austurátt, enda bara ein akrein. Útbúin voru svokölluð T-gatnamót í stað sveigðrar Geirsgötu eins og áður var. Geirsgatan er nú hornrétt á Lækjargötu/Kalkofnsveg. 30 kílómetra hámarkshraði verður á þessum götum.

sisi@mbl.is