— ANDREWZAEH
27. mars 1943 Varðskipið Sæbjörg stóð breska togarann War Grey að ólöglegum veiðum við Stafnes.

27. mars 1943

Varðskipið Sæbjörg stóð breska togarann War Grey að ólöglegum veiðum við Stafnes. Togarinn sigldi áleiðis til Englands með stýrimann varðskipsins og stöðvaði ekki fyrr en varðskipið Ægir hafði elt togarann uppi og skotið þrjátíu skotum að honum. Farið var með togarann til Reykjavíkur.

27. mars 1963

Skagafjarðarskjálftinn. Mikill jarðskjálfti, um 7 stig, fannst víða um land um kl. 23:15. Upptökin voru norður af mynni Skagafjarðar. Hús léku á reiðiskjálfi, kirkjuklukkur hringdu sjálfkrafa, fólk varð óttaslegið og sumir héldu sig utandyra alla nóttina.

27. mars 2010

Hljómsveitin „Of Monsters and Men“ sigraði í Músíktilraunum. Fyrsta plata hennar kom út á Íslandi haustið 2011 og í Bandaríkjunum vorið 2012 og naut mikilla vinsælda.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson