Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Halldór Eldjárn afhjúpa í dag í Hörpu nýstárlega innsetningu á alþjóðlegum degi píanósins. Í innsetningunni sem þeir kalla STRATUS er beitt hugbúnaði sem þeir félagar hafa þróað í tvö ár.
Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Halldór Eldjárn afhjúpa í dag í Hörpu nýstárlega innsetningu á alþjóðlegum degi píanósins. Í innsetningunni sem þeir kalla STRATUS er beitt hugbúnaði sem þeir félagar hafa þróað í tvö ár. Tvö píanó eru tengd heimasíðunni stratuspiano.is og geta gestir á síðunni haft áhrif á verkið sem þau spila og Ólafur samdi sérstaklega fyrir innsetninguna. Þá munu píanóin stjórna lýsingunni á glerhjúp Hörpu fram á laugardag. STRATUS-píanóin koma nú í fyrsta skipti fyrir augu almennings en þau verða síðan miðpunktur tónleikaferðalags Ólafs um heiminn sem hefst í maí.