Sandra Lind Þrastardóttir
Sandra Lind Þrastardóttir
Sandra Lind Þrastardóttir og samherjar hennar í Hørsholm leika til úrslita um danska meistaratitilinn í körfuknattleik. Hørsholm hafði í gærkvöld betur á móti SISU, 77:69, í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar.

Sandra Lind Þrastardóttir og samherjar hennar í Hørsholm leika til úrslita um danska meistaratitilinn í körfuknattleik.

Hørsholm hafði í gærkvöld betur á móti SISU, 77:69, í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Hørsholm vann einvígið, 3:0.

Sandra hafði hægt um sig. Hún lék 15,20 mínútur og skoraði á þeim tíma tvö stig og tók þrjú fráköst.

Leikmenn SISU byrjuðu leikinn í gær betur og voru með sex stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta, 26:20. Sandra Lind og félagar í Hørsholm sneru við blaðinu í öðrum leikhluta og unnu hann með 11 stiga mun, 22:11.

Síðari tveir leikhlutarnir voru nánast hnífjafnir en þeir enduðu 18:17 og 17:15.

Hørsholm, sem hefur bækistöðvar í norðurhluta Kaupmannahafnar, skammt frá Fredensborg, mætir Stevnsgade eða Virum Vipers í úrslitum en staðan í einvígi liðanna er 2:1 fyrir Stevnsgade. Fjórði leikur liðanna verður á miðvikudaginn því ekkert er leikið yfir páskana. iben@mbl.is