Í viðskiptaferðalagið
Þeir sem eru að leita að hæfilega stórri handfarangurstösku fyrir næsta fund úti í heimi, eða virðulegri tösku af hentugri stærð fyrir líkamsræktina, ættu að skoða þessa nýju tösku í 1926-línunni frá Montblanc.
Hönnunin á að vera innblásin af safaríferðum í Afríku á 8. áratugnum og taskan gerð úr dökkbrúnu gæðaleðri með gylltum festingum. Að innan er hún fóðruð með rauðu áklæði byggðu á mynstrum Maasai-ættbálksins. Framan á töskuna er festur lítill pinkill sem rúmar smáhluti, eins og vegabréf, veski og síma. Pinkilinn má fjarlægja og nota sem hliðartösku ef því er að skipta.
Taskan kostar 1.285 pund í verslunum Montblanc í Bretlandi.
ai@mbl.is