Gríðarvinsæl Stilla úr Svarta pardusnum sem notið hefur mikilla vinsælda á seinustu vikum og slegið met í miðasölu.
Gríðarvinsæl Stilla úr Svarta pardusnum sem notið hefur mikilla vinsælda á seinustu vikum og slegið met í miðasölu.
Ofurhetjumyndin Black Panther, Svarti pardusinn, hefur nú slegið met í Norður-Ameríku hvað miðasölutekjur varðar af ofurhetjumynd, að því er kvikmyndavefurinn The Hollywood Reporter greinir frá.

Ofurhetjumyndin Black Panther, Svarti pardusinn, hefur nú slegið met í Norður-Ameríku hvað miðasölutekjur varðar af ofurhetjumynd, að því er kvikmyndavefurinn The Hollywood Reporter greinir frá. Miðasölutekjur af myndinni nema nú 631 milljón dollara í Norður-Ameríku og hefur engin kvikmynd sem byggð er á sagnaheimi Marvel skilað svo miklum tekjum áður. Fyrra met átti The Avengers frá árinu 2012, 623,4 milljónir dollara.

Hvað miðasölutekjur á heimsvísu varðar styttist í að Black Panther skáki kvikmyndinni Iron Man 3 og verði þar með þriðja tekjuhæsta ofurhetjumynd sögunnar. The Avengers á metið, skilaði einum og hálfum milljarði dollara í miðasölu á sínum tíma og á eftir henni kemur svo framhald The Avengers, Age of Ultron, með 1,4 milljarða.