Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir — Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Við ætlum að ná okkur upp í 15 prósentin. Það væri frábær árangur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nýkynntur oddviti Viðreisnar í Reykjavík.

„Við ætlum að ná okkur upp í 15 prósentin. Það væri frábær árangur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nýkynntur oddviti Viðreisnar í Reykjavík.

Síðast þegar fylgi flokkanna í borginni var kannað átti eftir að kynna lista Viðreisnar en mannlaust framboðið naut um 6 prósenta stuðnings. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá þeirri könnun, fengi 7,3 prósent atkvæða og tvo borgarfulltrúa.

„Við lítum á þetta sem mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís og bætir við að flokkurinn sé ekki enn byrjaður í kosningabaráttu og eigi eftir að kynna stefnumálin, sem hún segir mjög breið.

„Þetta er fyrsti listi Viðreisnar í Reykjavíkurborg þannig að við erum auðvitað bara rétt að byrja, en við viljum vera bjartsýn en raunsæ. Þetta er gott veganesti.“ alexander@mbl.is