Ómar Svavarsson, Sigurður J. Stefánsson og Halldór Kristjánsson.
Ómar Svavarsson, Sigurður J. Stefánsson og Halldór Kristjánsson.
Ferðaþjónusta Eignarhaldsfélagið F237 ehf. hefur keypt lúxusbílaþjónustuna Servio af öryggisfyrirtækinu Securitas. Eigandi F237 er sá sami og á lúxusferðaskrifstofuna Nordic Luxury, Marina Safonova.

Ferðaþjónusta

Eignarhaldsfélagið F237 ehf. hefur keypt lúxusbílaþjónustuna Servio af öryggisfyrirtækinu Securitas. Eigandi F237 er sá sami og á lúxusferðaskrifstofuna Nordic Luxury, Marina Safonova. Servio varð til árið 2013 sem deild innan Securitas en var formlega gert að dótturfélagi árið 2015. Félagið hefur yfir að ráða stærsta flota landsins af lúxusbifreiðum.

Sigurður Jóhann Stefánsson, framkvæmdastjóri Servio, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að með kaupunum sé sterkum stoðum rennt undir reksturinn og grundvöllur skapist fyrir aukinni sókn. „Við höldum áfram að þjónusta þá viðskiptavini sem við erum með nú þegar. Það eina sem breytist er að við getum nú boðið upp á enn betri þjónustu og meiri gæði. Við verðum betur í stakk búin til að takast á við stærri og fjölbreyttari verkefni.“

Stuttur aðdragandi

Sigurður segir að kaupin hafi átt sér fremur skamman aðdraganda.

Aðspurður segir hann að fyrirtækið hyggist nú bæði stækka bílaflotann og bæta við sig starfsfólki.

Servio hefur að sögn Sigurðar boðið upp á öryggisteymi og mun halda því áfram. „Við erum með fyrrverandi lögreglumenn og fleiri í þeim verkefnum og munum halda áfram að aðstoða við það.“

Meðal stærstu viðskiptavina Servio eru ferðaskrifstofur, kvikmyndafyrirtæki, tónlistarfólk, fólk í alþjóðlegu viðskiptalífi og skipuleggjendur stórviðburða í menningarlífi, stjórnmálum og viðskiptum. „Við sjáum mikil sóknarfæri framundan og eigendurnir hafa mikla trú á félaginu.“

Tekjur Servio námu 206 milljónum króna árið 2016, og tap það árið var 13 milljónir. tobj@mbl.is