Dans Íslenskar stjörnur spreyta sig á dansgólfinu í beinni útsendingu.
Dans Íslenskar stjörnur spreyta sig á dansgólfinu í beinni útsendingu. — Ljósmynd/Stöð 2
Á sunnudagskvöldum er hægt að horfa á svakalega danstakta nokkurra þjóðþekktra einstaklinga sem paraðir hafa verið með atvinnudönsurum.

Á sunnudagskvöldum er hægt að horfa á svakalega danstakta nokkurra þjóðþekktra einstaklinga sem paraðir hafa verið með atvinnudönsurum. Þátturinn Allir geta dansað á Stöð 2 er eftir bandarískri fyrirmynd, en Dancing with the Stars hefur verið afar vinsæll.

Í íslensku útgáfunni má sjá Hrafnhildi Lúthersdóttur (sem átti alls ekki að vera send heim í síðasta þætti!), Ebbu Guðnýju, Bergþór Pálsson, Arnar Grant, Sölva Tryggvason, Lóu Pind Aldísardóttur, Jóhönnu Guðrúnu, Óskar Jónasson, Hugrúnu Halldórsdóttur og Jón Arnar Magnússon reyna við hina ýmsu dansa.

Þátturinn er í beinni útsendingu og kjósa áhorfendur en eitt par fer heim í hverjum þætti.

Auðvitað eru menn misstirðir, en að öllu jöfnu virðast dansarnir oft nánast fullkomnir og er þetta hin besta sjónvarpsskemmtun.

Undirrituð, sem ekki er þekkt fyrir danstaktana, æfði í fyrra dansatriði fyrir stórafmæli sitt. Í sex vikur var æft tvisvar í viku fyrir einn þriggja mínútna diskódans. Það var drulluerfitt! Og hér eru konurnar á hælum! Ég tek hattinn ofan fyrir þessu fólki; vel gert, segi ég bara.

Ásdís Ásgeirsdóttir

Höf.: Ásdís Ásgeirsdóttir