— Morgunblaðið/Eggert
Búist er við að kosningabaráttan fyrir komandi borgarstjórnarkosningar lifni við eftir páska. Þá verða um sjö vikur til kosninga.
Búist er við að kosningabaráttan fyrir komandi borgarstjórnarkosningar lifni við eftir páska. Þá verða um sjö vikur til kosninga. Þegar talið verður upp úr kjörkössunum kemur í ljós hver fær stærsta bitann og hverjir fá umboð til að stjórna borginni á næsta kjörtímabili. Börnunum sem fóru niður að Reykjavíkurtjörn til að gefa öndunum brauð fannst rétt að þau fengju sinn skerf af veitingunum. Hvað sem gerist á Alþingi er þó nokkuð ljóst að þau fá ekki kosningarétt nú.