Íslendingur á fertugsaldri er al-varlega slasaður eftir bílslys á Möltu í fyrrakvöld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti þetta við mbl.is í gær.
Íslendingur á fertugsaldri er al-varlega slasaður eftir bílslys á Möltu í fyrrakvöld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti þetta við mbl.is í gær. Maðurinn var farþegi í bíl en slysið varð þegar 24 ára kona missti stjórn á bifreið. Íslendingurinn og annar farþegi, 26 ára heimakona, slösuðust töluvert. Á vefsíðu lögreglunnar á Möltu kom fram í gær að 32 ára gamall Íslendingur væri alvarlega slasaður eftir bílslys. Sveinn H. Guðmarsson sagði í samtali við mbl.is að leitað hefði verið til borgaraþjónustu ráðuneytisins vegna málsins. Ekkert væri hægt að segja til um líðan mannsins að svo stöddu.