Iðnaður
Ný súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja ÍSAGA/Linde í Vogum á Vatnsleysuströnd, sem framkvæmdir hófust við í september 2016, verður tekin formlega í gagnið 17. apríl nk. Áætlaður kostnaður við verksmiðjuna er 2,5 milljarðar króna og mun hún eiga að styðja við íslenskan iðnað og sjá heilbrigðis-kerfinu fyrir hágæða súrefni.
30% meiri afköst
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunar-ráðherra, mun taka verksmiðjuna formlega í notkun 17. apríl og meðal viðstaddra verður Bernd Eulitz, framkvæmdastjóri Linde Group í Evrópu, Mið-austurlöndum og Afríku.ÍSAGA ehf. var stofnað 1919 og er í eigu Linde Group stærsta gasfyrirtækis heims, sem er með starfsemi í yfir 100 löndum. Nýja verksmiðjan leysir af hólmi núverandi verksmiðju að Breiðhöfða í Reykjavík, og verður 30% afkastameiri en sú gamla. tobj@mbl.is