[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Meiðsli þau sem knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson varð fyrir í landsleik Íslands og Perú í fyrrinótt eru ekki alvarleg. Jóhann fór af velli 20 mínútum fyrir leikslok. Hann sagðist í samtali við fotbolta.

*Meiðsli þau sem knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson varð fyrir í landsleik Íslands og Perú í fyrrinótt eru ekki alvarleg. Jóhann fór af velli 20 mínútum fyrir leikslok. Hann sagðist í samtali við fotbolta.net ekki reikna með að höggið sem hann fékk á hnéð myndi draga dilk á eftir sér.

*Hollendingurinn Jordi Cruyff mun láta af störfum sem þjálfari ísraelska knattspyrnuliðsins Maccabi Tel Aviv eftir tímabilið en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson . Undir hans stjórn hefur Maccabi Tel Aviv orðið ísraelskur meistari í þrígang, 2013, 2014 og 2015, og þá vann liðið bikarmeistaratitilinn árið 2015. Í tilkynningu frá félaginu þess efnis að Cruyff hætti eftir tímabilið er þess ekki getið hver ástæðan er og hvað taki við hjá honum.

*NBA-meistararnir í Golden State töpuðu fyrir Indiana Pacers, 92:81, og var þetta sjötta tap meistaranna í síðustu níu leikjum. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum liðsins en Steph Curry hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla og mun ekki spila næstu vikurnar. Kevin Durant er hins vegar að jafna sig eftir að hafa misst af sjötta leiknum í röð í nótt: „Þið getið sagt þeim að ég spili á fimmtudaginn,“ sagði Durant við ESPN fyrir leikinn en hann brákaði rifbein í leik gegn Minnesota Timberwolves 11. mars. Klay Thompson , sem fingurbrotnaði í sama leik, reiknar með að snúa aftur í lið Golden State innan viku og Draymond Green er að jafna sig af veikindum.