Svanhvít Friðriksdóttir
Svanhvít Friðriksdóttir
„Við munum að sjálfsögðu fylgjast náið með málunum og bregðast við ef þörf krefur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um boðað verkfall opinberra starfsmanna í Danmörku frá 4. apríl.

„Við munum að sjálfsögðu fylgjast náið með málunum og bregðast við ef þörf krefur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um boðað verkfall opinberra starfsmanna í Danmörku frá 4. apríl. Meðal þeirra sem þá gætu lagt niður störf eru veðurfræðingar og flugumferðarstjórar. Spurð hvort verkfallið muni hafa áhrif á ferðir WOW air til Kaupmannahafnar segir Svanhvít svo ekki vera. „Flugafgreiðsluaðili okkar í Kaupmannahöfn metur að svo stöddu að boðað verkfall muni ekki hafa áhrif á flugferðir WOW air til og frá Kaupmannahöfn,“ segir Svanhvít.

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair.