Erfið innlausnarstaða.

Erfið innlausnarstaða. S-Allir

Norður
K987
G109
G98
K53

Vestur Austur
1062
Á753 65
K1075 Á642
Á10987 DG42

Suður
ÁDG543
KD82
D3
6

Suður spilar 4.

Hollendingurinn brosandi, Jan Jansma, lagði niður laufásinn gegn 4. Ekki besta byrjunin, en heldur ekki sú versta. Spilið er frá leik Nickells og Gupta í fjórðungsúrslitum Vanderbilt; Jansma og Zia gegn Nickell og Katz. Sagnir höfðu lítið gefið til kynna: Katz vakti á 1, Jansma doblaði, Nickell hækkaði 2 og Katz í fjóra. Laufásinn út og FJARKINN frá Zia.

Nú þarf augljóslega að hafa snör handtök og taka tvo slagi á tígul. En Jansma valdi að spila laufi áfram og þar með fór einn tígull niður í K og Katz fékk tíu slagi. Hinum megin kom út tígull gegn 3 og vörnin tók sína fjóra upplögðu slagi.

Innlausnarstöður eru alltaf erfiðar og þessi virðist vera næstum óleysanleg. Eða hvað getur austur gert til að vísa á tígulinn? Kannski hefur Zia meint lauffjarkann sem frávísun í laufi með „hliðarkallsívafi“, en sú túlkun er ekki auðveld fyrir vestur.