Dómsmál Sigríður Sæland og dóttir hennar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrir utan dómsal, eftir að niðurstaða lá fyrir í málinu gegn TR.
Dómsmál Sigríður Sæland og dóttir hennar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrir utan dómsal, eftir að niðurstaða lá fyrir í málinu gegn TR. — Morgunblaðið/Hari
Tryggingastofnun ríkisins (TR) hefur verið sýknuð af kröfu Flokks fólksins vegna máls sem tengist útborgun lífeyris í ársbyrjun 2017. Málið er rekið í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins.

Tryggingastofnun ríkisins (TR) hefur verið sýknuð af kröfu Flokks fólksins vegna máls sem tengist útborgun lífeyris í ársbyrjun 2017. Málið er rekið í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Inga sagði í samtali við mbl.is að flokkurinn myndi áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

Forsaga málsins er sú að þegar Alþingi breytti lögum skömmu fyrir áramót 2016/2017 féll fyrir mistök út ákvæði sem heimilaði skerðingu á lífeyri eldri borgara vegna greiðslna sem þeir fá úr lífeyrissjóði. Tryggingastofnun skerti samt sem áður greiðslur lífeyrisþega um næstu mánaðamót og sendi stjórnvöldum ábendingu um mistökin. Því var lögunum breytt til að setja aftur inn heimild fyrir skerðingunni. Sú breyting var afturvirk. Nam skerðingin alls um fimm milljörðum kr.