Deildarmeistari Tandri Már Konráðsson fagnaði sigri í dönsku úrvalsdeildinni í gær með félögum sínum í Skjern eftir sigur í lokaumferðinni.
Deildarmeistari Tandri Már Konráðsson fagnaði sigri í dönsku úrvalsdeildinni í gær með félögum sínum í Skjern eftir sigur í lokaumferðinni. — Ljósmynd/skjernhaandbold.dk
Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern urðu í gær deildarmeistarar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Skjern skaust upp fyrir GOG í lokaumferðinni með sigri á Midtjylland, 27:21, á útivelli.

Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern urðu í gær deildarmeistarar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Skjern skaust upp fyrir GOG í lokaumferðinni með sigri á Midtjylland, 27:21, á útivelli. Á sama tíma tapaði GOG fyrir lærisveinum Arons Kristjánssonar í Aalborg Håndbold, 27:25, í Álaborg. Skjern hlaut þar með 43 stig í 26 leikjum.

Tandri Már skoraði eitt mark í sigurleiknum í Herning í gærkvöldi í þremur skottilraunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Tandri Már verður deildarmeistari í Danmörku.

Janus Daði Smárason lék með Aalborg á nýjan leik eftir að hafa verið fjarri góðu gamni frá því í byrjun febrúar vegna hnémeiðsla. Hann skoraði mörk í gær. Arnór Atlason skoraði ekki mark að þessu sinni.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Århus þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Bjerringbro/Silkeborg, 38:28. Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Álaborgarliðið en Sigvaldi Guðjónsson komst ekki á blað.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir TTH í tapleik fyrir Nordsjælland, 27:22.

Átta liða úrslitakeppni í tveimur riðlum er framundan. Skjern, Bjerringbro, Holstebro og Nordsjælland verða í öðrum riðlinum en GOG, Alaborg, Kolding og Århus í hinum. Skjern og GOG byrja með tvö stig og Bjerringbro og Aalborg eitt stig hvort. iben@mbl.is