Páskaegg Lítil breyting á milli ára.
Páskaegg Lítil breyting á milli ára.
Verð á páskaeggjum hefur lítið hækkað síðan í fyrra og reyndar er algengara að það hafi staðið í stað eða lækkað lítillega. Þetta sýnir ný könnun verðlagseftirlits ASÍ á verðlagi á páskaeggjum í ár og í fyrra.

Verð á páskaeggjum hefur lítið hækkað síðan í fyrra og reyndar er algengara að það hafi staðið í stað eða lækkað lítillega. Þetta sýnir ný könnun verðlagseftirlits ASÍ á verðlagi á páskaeggjum í ár og í fyrra.

Undantekning voru verðhækkanir í Hagkaup, þar hækkuðu sjö páskaegg af 15 og var mesta verðhækkunin 26%, eða 700 kr., á Freyju-ríseggi nr. 9 og næstmesta hækkunin þar var á Góu-eggi nr. 4, sem hafði hækkað um 25%.

Mest lækkuðu páskaeggin í Nettó, þar lækkuðu tíu páskaegg í verði af þeim 15 sem voru í könnuninni. Mest lækkaði sterkt Freyju-djúpuegg, um 12%.

Í öðrum verslunum sem kannaðar voru mátti finna smávægilegar hækkanir og lækkanir á víxl og í mörgum tilfellum stóð verðið í stað.

Borið var saman verð úr verðlagskönnun ASÍ sem gerð var 6. apríl í fyrra og verð hinn 20. mars síðastliðinn. Könnunin náði til eftirtalinna verslana: Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Hagkaupa og Iceland. Hvorki er lagt mat á gæði né þjónustu söluaðila, eingöngu er um beinan verðsamanburð að ræða.