Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
„Við höfum verið að mælast með 2-3 fulltrúa. Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart, sérstaklega vegna þess að könnunin var gerð að mestu leyti áður en okkar listi kom fram.

„Við höfum verið að mælast með 2-3 fulltrúa. Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart, sérstaklega vegna þess að könnunin var gerð að mestu leyti áður en okkar listi kom fram. Það er allt of langt í kosningar og ekki hægt að spá nokkru um það hvar fólk muni standa fyrr en kosningabaráttan er farin að hafa áhrif á fólk,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir sem skipar efsta sætið á lista Pírata. Framboðið fengi 2 fulltrúa, samkvæmt könnuninni.

Hún segir að meirihlutasamstarfið hafi gengið vel í borginni en segir jafnframt að lengi megi gott bæta. Hún segist ekki hafa umboð frá grasrót Pírata til að segja með hverjum hún myndi vilja starfa. Málið verði skoðað í ljósi þeirra málefna sem Píratar standa fyrir. helgi@mbl.is