„Jú, þetta eru vonbrigði. Við hefðum viljað meira. En við höldum áfram að vera dugleg að kynna stefnumál okkar, bjartsýn á að vel gangi. Það er það eina sem dugir. Við leggjum mesta áherslu á menntamálin, við viljum bæta menntun barnanna okkar,“ segir Ingvar Mar Jónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins sem myndi missa sína tvo fulltrúa í borgarstjórn, samkvæmt könnuninni.
Ingvar segir að tölurnar í könnuninni séu svipaðar og í mælingum annarra kannana. Það valdi vonbrigðum að Framsóknarflokkurinn hafi ekki náð að bæta við sig. „Við erum bjartsýn á að hækka flugið og stefnum að mjúkri lendingu á kjördag,“ segir Ingvar.
helgi@mbl.is