Anna Birna hefur verið framkvæmdastjóri Sóltúns frá upphafi.
Anna Birna hefur verið framkvæmdastjóri Sóltúns frá upphafi. — Morgunblaðið/Hari
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gríðarlega stórt verkefni stendur fyrir dyrum við uppbyggingu öldrunarþjónustu hér á landi.

Hér á landi eru um 2.700 hjúkrunar-rými á öldrunarstofnunum. Þrátt fyrir það er þörfin mun meiri og Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns, segir um 500-700 manns bíða þess að komast að. Þá megi gera ráð fyrir að á næstu 12 árum þurfi að fjölga rýmunum um að minnsta kosti 1.800.

Gríðarlegur kostnaður verður samfara slíkri uppbyggingu en þjónustan er einnig dýr. Bendir Anna Birna á að kostnaður við hvert rými sé að lágmarki 1 milljón króna á mánuði. Miðað við það kostar rekstur hjúkrunarheimila um 2,7 milljarða á mánuði hverjum og um 30 milljarða á ársgrundvelli. Sú tala mun nálgast 60 milljarða á næsta áratug. Anna Birna segir í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag að Sóltún sé reiðubúið til að ráðast í uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis fyrir ríflega 100 íbúa strax á morgun. Ríkisvaldið þurfi einfaldlega að taka af skarið.