Óskar Bjarni Óskarsson
Óskar Bjarni Óskarsson
Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson ferðaðist til Japans í vikunni þar sem hann mun verða Degi Sigurðssyni til aðstoðar hjá japanska karlalandsliðinu næstu daga. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.
Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson ferðaðist til Japans í vikunni þar sem hann mun verða Degi Sigurðssyni til aðstoðar hjá japanska karlalandsliðinu næstu daga. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Óskar Bjarni stýrði ásamt Guðlaugi Arnarssyni karlaliði Vals til Íslandsmeistaratitils á síðustu leiktíð en er í dag yfirþjálfari yngri flokka hjá Hlíðarendafélaginu. Mun Óskar Bjarni hjálpa Degi í æfingabúðum sem japanska liðið er nú í, og svo vera í þjálfarateymi Japans á æfingamóti sem fram undan er í Houten í Hollandi í byrjun apríl. Dagur tók við landsliði Japans á síðasta ári og fram yfir Ólympíuleikana árið 2020, þar sem liðið verður á heimavelli í Tókýó. Samkvæmt Fréttablaðinu gæti svo farið að Óskari yrði boðin staða aðstoðarþjálfara.