Halldór Grönvold
Halldór Grönvold
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir aðila vinnumarkaðarins hafa leitt vinnuna við aukna fagmenntun hér á landi en segir frumkvæðinu ekki hafa verið of vel tekið hjá menntayfirvöldum.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir aðila vinnumarkaðarins hafa leitt vinnuna við aukna fagmenntun hér á landi en segir frumkvæðinu ekki hafa verið of vel tekið hjá menntayfirvöldum.

„Við höfum verið sammála Samtökum atvinnulífsins um að það sé mikil þörf fyrir endurskoðun náms á háskólastigi út frá möguleikum einstaklinga og atvinnulífsins til að skapa fólki störf og tekjumöguleika,“ segir Halldór. Hann segir að endurskoða þurfi menntakerfið m.t.t. þess hversu mikil vöntun er á fólki með góða verk- og tæknimenntun og endurskoða þurfi menntakerfið út frá þeim forsendum.